Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 20:08 Landerholm og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar eru vinir til margra ára og var tilnefning Landerholm í embættið því umdeild. EPA Henrik Landerholm, þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að lögregla opnaði rannsókn á hugsanlegum brotum hans í starfi. Landerholm er sagður hafa skilið háleynileg gögn eftir á hóteli og ítrekað gleymt gögnum á glámbekk í starfi sínu. Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm. Svíþjóð Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm.
Svíþjóð Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira