Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2025 19:51 Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans. Vísir/Einar Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti. Formaður Framsóknarflokksins lýsti furðu sinni á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Landsbankinn, sem er í meirihlutaeigu hins opinbera, veiti almennt ekki íbúðalán vegna húsnæðiskaupa í dreifbýli. Fréttastofu höfðu borist ábendingar um að Landsbankinn hafi hafnað lánsbeiðnum á þeim forsendum að íbúðarhúsnæðið væri staðsett utan þéttbýlis, og samræmist þar af leiðandi ekki útlánareglum bankans. Landsbankinn skar sig úr hvað þetta varðar samanborið við svör Íslandsbanka og Arion banka um sama efni. „Þetta er hugsanlega óheppilegt orðalag, en vissulega þá lánum við íbúðarlán á íbúðarhús sem standa í dreifbýli, og gerum bara talsvert mikið af því,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans. „Landsbankinn lánar íbúðalán um allt land, líka í dreifbýli. Við erum að lána alveg fullt af íbúðarlánum í dreifbýli um allt land.“ Margt sem kalli á frekari skoðun í dreifbýli Þannig séu um sautján hundruð íbúðalán upp á 27 milljarða sem stendur lánaðar út á eignir sem staðsettar eru utan skilgreinds þéttbýlis. Hins vegar þurfi að fleiru að huga þegar eignin er í dreifbýli. „Það er eiginlega réttara að orða það þannig að almenna reglan sé sú að þegar óskað er eftir íbúðarlánum utan skilgreinds þéttbýlis þá eru þau tilvik skoðuð betur,“ segir Helgi. „Til dæmis aðkoma að húsum, hvernig er vegamálum háttað, frárennslismál, sorphirða, skólaakstur. Þannig það er að fleiru að hyggja þegar er verið að lána á fasteignir sem standa utan skilgreinds þéttbýlis.“ Þá geti verið kvaðir sem fylgja lóðasamningum sem geri það af verkum að of áhættusamt sé að lána út á eignina. „Við höfum til dæmis séð kaupsamning þar sem við sáum lóðasamning á bakvið um einbýlishús á lóð á bújörð þar sem var ákvæði þess efnis að ábúandinn eða eigandi jarðarinnar gat óskað eftir því að húsið yrði hreinlega fjarlægt ef það yrðu eigendaskipti á húsinu og hann fengi þá lóðina til baka. Í svona tilvikum er náttúrlega mjög erfitt fyrir okkur að veita íbúðalán, við bara getum það ekki áhættunnar vegna,“ segir Helgi. Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna að sögn Helga. „Landsbankinn lánar íbúðalán um allt land og ég held að fólk sem býr úti á landi viti það betur en flestir aðrir.“ Vilja leggja sig fram um skýr svör Líkt og áður segir hafa fréttastofu borist nokkrar ábendingar um mál þar sem lánsbeiðni var hafnað á grundvelli staðsetningar húsnæðis. „Reglur Landsbankans um íbúðalán heimila einungis að lána íbúðarlán til öflunar á eigin húsnæði sem skráð er í þéttbýli. Samkvæmt ofangreindu er beiðni þinni um íbúðarlán því miður hafnað,“ segir meðal annars í einu slíku bréfi sem viðskiptavinur fékk frá bankanum og fréttastofa hefur undir höndum. Þetta orðalag segir Helgi ekki endurspegla lánareglur bankans með réttum hætti. „Við getum náttúrlega alltaf verið skýrari í svörum og við leggjum okkur fram við það að svara viðskiptavinum hratt og vel og vera þá með viðeigandi rök og stundum þarf þá bara að kalla eftir frekari upplýsingum eða betri útskýringum. Það geta auðvitað geta allir alltaf gert betur og mögulega eru þetta einhver dæmi um það. En svo er það náttúrlega líka stundum þannig að íbúðalán eru ekki alltaf samþykkt, það er bara líka veruleikinn,“ segir Helgi. Fagmennska frekar en áhættufælni Fram kom í fyrri frétt um málið í dag að ólíkt Landsbankanum, gildi almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Arion banka. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Er Landsbankinn áhættufælnari en aðrir bankar? „Ég hugsa nú ekki. Við reynum að veita lán og veita þjónustu af fagmennsku. Við reynum að svara hratt og vel. Við erum með útibú og afgreiðslur um allt land, á 35 stöðum og þar erum við með sérfræðinga í bankanum og starfsfólk sem þekkir sín heimasvæði betur heldur en flestir aðrir og þau koma að þessum ákvörðunum og skoða málin og ég held að Landsbankinn sé bara faglegur í alla staði hvað þetta varðar,“ segir Helgi. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins lýsti furðu sinni á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að Landsbankinn, sem er í meirihlutaeigu hins opinbera, veiti almennt ekki íbúðalán vegna húsnæðiskaupa í dreifbýli. Fréttastofu höfðu borist ábendingar um að Landsbankinn hafi hafnað lánsbeiðnum á þeim forsendum að íbúðarhúsnæðið væri staðsett utan þéttbýlis, og samræmist þar af leiðandi ekki útlánareglum bankans. Landsbankinn skar sig úr hvað þetta varðar samanborið við svör Íslandsbanka og Arion banka um sama efni. „Þetta er hugsanlega óheppilegt orðalag, en vissulega þá lánum við íbúðarlán á íbúðarhús sem standa í dreifbýli, og gerum bara talsvert mikið af því,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans. „Landsbankinn lánar íbúðalán um allt land, líka í dreifbýli. Við erum að lána alveg fullt af íbúðarlánum í dreifbýli um allt land.“ Margt sem kalli á frekari skoðun í dreifbýli Þannig séu um sautján hundruð íbúðalán upp á 27 milljarða sem stendur lánaðar út á eignir sem staðsettar eru utan skilgreinds þéttbýlis. Hins vegar þurfi að fleiru að huga þegar eignin er í dreifbýli. „Það er eiginlega réttara að orða það þannig að almenna reglan sé sú að þegar óskað er eftir íbúðarlánum utan skilgreinds þéttbýlis þá eru þau tilvik skoðuð betur,“ segir Helgi. „Til dæmis aðkoma að húsum, hvernig er vegamálum háttað, frárennslismál, sorphirða, skólaakstur. Þannig það er að fleiru að hyggja þegar er verið að lána á fasteignir sem standa utan skilgreinds þéttbýlis.“ Þá geti verið kvaðir sem fylgja lóðasamningum sem geri það af verkum að of áhættusamt sé að lána út á eignina. „Við höfum til dæmis séð kaupsamning þar sem við sáum lóðasamning á bakvið um einbýlishús á lóð á bújörð þar sem var ákvæði þess efnis að ábúandinn eða eigandi jarðarinnar gat óskað eftir því að húsið yrði hreinlega fjarlægt ef það yrðu eigendaskipti á húsinu og hann fengi þá lóðina til baka. Í svona tilvikum er náttúrlega mjög erfitt fyrir okkur að veita íbúðalán, við bara getum það ekki áhættunnar vegna,“ segir Helgi. Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna að sögn Helga. „Landsbankinn lánar íbúðalán um allt land og ég held að fólk sem býr úti á landi viti það betur en flestir aðrir.“ Vilja leggja sig fram um skýr svör Líkt og áður segir hafa fréttastofu borist nokkrar ábendingar um mál þar sem lánsbeiðni var hafnað á grundvelli staðsetningar húsnæðis. „Reglur Landsbankans um íbúðalán heimila einungis að lána íbúðarlán til öflunar á eigin húsnæði sem skráð er í þéttbýli. Samkvæmt ofangreindu er beiðni þinni um íbúðarlán því miður hafnað,“ segir meðal annars í einu slíku bréfi sem viðskiptavinur fékk frá bankanum og fréttastofa hefur undir höndum. Þetta orðalag segir Helgi ekki endurspegla lánareglur bankans með réttum hætti. „Við getum náttúrlega alltaf verið skýrari í svörum og við leggjum okkur fram við það að svara viðskiptavinum hratt og vel og vera þá með viðeigandi rök og stundum þarf þá bara að kalla eftir frekari upplýsingum eða betri útskýringum. Það geta auðvitað geta allir alltaf gert betur og mögulega eru þetta einhver dæmi um það. En svo er það náttúrlega líka stundum þannig að íbúðalán eru ekki alltaf samþykkt, það er bara líka veruleikinn,“ segir Helgi. Fagmennska frekar en áhættufælni Fram kom í fyrri frétt um málið í dag að ólíkt Landsbankanum, gildi almennt engar sambærilegar sérreglur um íbúðarlán í dreifbýli hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Arion banka. Tekið er fram í svörum beggja banka að öll mál séu skoðuð og forsendur metnar í hverju tilfelli fyrir sig og reynt að leita lausna með viðskiptavinum. Er Landsbankinn áhættufælnari en aðrir bankar? „Ég hugsa nú ekki. Við reynum að veita lán og veita þjónustu af fagmennsku. Við reynum að svara hratt og vel. Við erum með útibú og afgreiðslur um allt land, á 35 stöðum og þar erum við með sérfræðinga í bankanum og starfsfólk sem þekkir sín heimasvæði betur heldur en flestir aðrir og þau koma að þessum ákvörðunum og skoða málin og ég held að Landsbankinn sé bara faglegur í alla staði hvað þetta varðar,“ segir Helgi.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira