Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:40 David Coote gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni sem leiddi til brottrekstrar hans sem dómari í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi. David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira