Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:40 David Coote gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni sem leiddi til brottrekstrar hans sem dómari í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi. David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira