Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:40 David Coote gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni sem leiddi til brottrekstrar hans sem dómari í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi. David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira