Örfáir læknar sinni hundruðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. janúar 2025 11:36 Röð sem þessi er ekkert einsdæmi segir framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Stærsta vandamál starfseminnar sé mönnunarvandi líkt og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Aðsend mynd Hundruð sækja Læknavaktina daglega og framkvæmdastjóri segir læknaskort plaga starfsemina. Mikil veikindi herji nú á landsmenn. Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán. Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira