Fyrrverandi framkvæmdastjóri VG segir að málið hafi verið blásið upp og Sjálfstæðisflokkurinn segist líta svo á að skilyrði hafi ávallt verið uppfyllt af hálfu flokksins.
Þá fjöllum við um ásælni Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna í Grænland og ræðum við þingmann í Vestnorræna ráðinu sem segir að taka þurfi hótanir hans alvarlega.
Einnig fjöllum við um Læknavaktina þanga sem hundruð sækja þjónustu á degi hverjum. Framkvæmdastjórinn segir læknaskort plaga starfsemina.
Í íþróttunum íslandsmet í 1500 metra hlaupi sem Baldin Þór Magnússon sló í gærkvöldi, en þetta er annað íslandsmetið sem hann slær á rúmri viku.