Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar 29. janúar 2025 08:33 Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjölmiðlar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar