97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:31 Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Tímamót Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar