Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar 29. janúar 2025 17:00 Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun