Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 29. janúar 2025 21:48 Ármann Höskuldsson segir eldgos við flekamót geta orðið ansi stór. Vísir/Arnar Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. „Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21