Hamas lætur þrjá gísla lausa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 10:34 Ofer Kalderon hefur verið í haldi Hamasliða frá árás þeirra sjöunda október 2023. AP/Abdel Kareem Hana Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira