Hamas lætur þrjá gísla lausa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 10:34 Ofer Kalderon hefur verið í haldi Hamasliða frá árás þeirra sjöunda október 2023. AP/Abdel Kareem Hana Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira