Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 14:06 Bát rak upp í hafnargarð í Norðfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“ Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“
Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira