Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar 2. febrúar 2025 08:30 Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru hluti af bakslaginu gegn réttindum hinseginfólks. Það byggir á hræðsluáróðri sem búinn hefur verið til, markvisst, vestanhafs í þeim tilgangi að ala á ótta og vantrausti á trans fólki og hinsegin fólki almennt, til þess að leggja grunninn að því að afnema þau réttindi sem okkur hafa áunnist og í kjölfarið losna við okkur úr samfélaginu með öllum ráðum. Það er vegferðin sem forsetatilskipanir Trump eru á, og sú vegferð er stórhættuleg. Þeim tilskipunum er ætlað að eyða tilveru okkar. Samkvæmt einni af þeim fyrstu, og þeim skæðustu, er opinberum stofnunum skipað að vinna út frá þeirri reglu að kynin séu tvö, þau ákvarðist við getnað (sem er reyndar fullkomlega galið, þá myndum við öll teljast kvenkyns) og geti ekki breyst eftir það.(sjá: https://www.whitehouse.gov/presidential-actions/2025/01/defending-women-from-gender-ideology-extremism-and-restoring-biological-truth-to-the-federal-government/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR16nUb1Bb7UfXx3qUhbZWavaQlspbBwBsTuma2EWP7ZWsi8Nli4vYGrqYc_aem_pYi979YOK6vBrcWU9DXg8Q ) Tilskipunum sem þessum er ætlað að gera okkur erfiðara að vera til, neyða okkur inn í skápinn, eða til að taka eigið líf, eða gerast óhjákvæmilega brotleg við lögin sem þau setja gegn okkur og enda þannig í fangelsi. Við einfaldlega pössum ekki inn í heimsmyndina sem þau eru búin að ákveða að skuli vera sönn. Þessi hugsunarháttur skoðana-systkinanna Trumps og Helgu byggist í grunninn á því að trúa ekki á tilvist trans fólks, og þar með halda að öll sem segist vera trans séu annað hvort lygarar eða úr sambandi við veruleikann. Þess vegna líta þau svo á að upplýsingar um hinseginleikann, sem geta hjálpað ungu fólki að átta sig, séu heilaþvottur. Þeim er líka ómögulegt að skilja að nokkuð sem fjalli um kyn fjalli ekki í rauninni um kynlíf, sem þó er fáránlegt. Þar sem þau líta á fræðslu um kyn sem ‘kynferðislega’, þá líta þau á hana sem óviðeigandi fyrir börn. Ég get alveg fullyrt það að engin sem ekki eru trans gætu nokkurn tíma orðið það út frá því að fá of miklar upplýsingar, ekkert frekar en ég varð ‘ekki trans’ þó ég hafi fengið heilmiklar upplýsingar um fólk sem ekki átti við þann vanda að etja í æsku. Stundum vissulega er fólk óvisst, vill máta sig við alls konar, áður en það kemst að niðurstöðu, en enginn vill senda börn í hormónameðferðir eða á blokkera nema þau séu mun vissari en það, og enginn vill setja börn unglinga í aðgerðir. Allt tal um slíkt er einfaldlega lygar og áróður sem er ætlað að gera það auðveldara að útskúfa okkur. Meira en lygar, þetta eru helvítis lygar. Þeim er ætlað að gera fólk hrætt við okkur, halda að við séum eitthvað hrikalegt og illt, til þess að grafa undan mannréttindum okkar og gera það auðveldara að koma fram við okkur sem eitthvað lægra en mannlegt. Ég hefði gjarnan viljað að ég hefði vitað meira í æsku, haft meiri upplýsingar, verið vissari, tekið skref fyrr. Það hefði breytt miklu fyrir mig að geta fengið hormónagjöf áður en ég fór í gegnum karlkyns kynþroska, fyrir mér er sá kynþroski mikill skaði. Nákvæmlega sami skaði og fólk ímyndar sér að hormónagjöf fyrir unglinga gæti verið. Auðvitað er það vandmeðfarið, en gleymum því ekki að það að gera það ekki, fyrir þau sem raunverulega vilja það, er jafn mikill skaði og það er að gera það fyrir manneskju sem hefði átt að hugsa sig tvisvar um. Mannfólk er reyndar í grunninn mjög viðkvæmt fyrir tilteknu vandamáli, en það er að eiga erfitt með að skilja hvernig er að vera öðruvísi en við sjálf erum, að raunverulega hugsa öðruvísi, sjá heiminn öðruvísi, komast að öðrum niðurstöðum út frá öðrum upplýsingum. Fyrir flestu fólki sem ekki er trans (sem kallast cis, það er ekki niðrandi eða útilokandi orð, það þýðir bara ‘ekki trans’ og er því viðeigandi orð í vissri umfjöllun um málefni trans fólks), hefur aldrei verið neitt misræmi milli þeirra líkamlega kyns og þeirra upplifuðu kynvitund. Þess vegna er þeim mjög eðlilegt að upplifa það sem einn og sama hlutinn og eiga, eðlilega, mjög erfitt með að ímynda sér hvernig það sé. Fyrir okkur sem erum trans er þetta hins vegar eitthvað sem við höfum annað hvort alltaf upplifað að passi illa saman, eða upplifum ákveðna hugljómun þegar við erum eldri og föttum hvað það er sem ekki hefur verið að passa í okkar upplifun. Við getum reynt að útskýra þetta með líkingum, eins og að vera alltaf í fötum sem passa illa en þú getur ekki farið úr, eða t.d. að biðja föður að ímynda sér hvernig honum þætti það ef allir allstaðar hefðu orð á því hvað hann sé nú móðurlegur, en það nær ekki utan um þessa tilfinningu almennilega. Í grunninn er það því þannig að við getum bara beðið fólk um að trúa okkur og reyna að virða okkar upplifun, og okkar viðleitni til að lifa í samræmi við það sem við upplifum að sé heiðarlegri og réttari útgáfa af okkur sjálfum. Þau sem eiga erfiðast með þetta eru, samkvæmt minni reynslu, fólk sem af einni eða annarri ástæðu tekur kynjatvíhyggjuna mjög alvarlega, að það séu tvö kyn, sem séu ólík á vissan grundvallar hátt, og það að vera af öðru hvoru kyninu er frekar innarlega í þeirra sjálfsmynd. Það þarf ekki að vera byggt á karlrembu eða kvenrembu, þau geta álitið kynin mjög jöfn, bara á mismunandi vegu, en fyrir þeim er þessi skipting mjög skýr og mikilvæg, og þau upplifa að fólk sem lifir ekki eftir henni sé á einhvern hátt árás á þeirra heimsmynd og jafnvel þeirra sjálfsmynd. Fyrir sumum þeirra er einfalt trans fólk, (einhver sem fæðist karl, en upplifir sig konu, eða öfugt) kannski minna vandamál, en þau missa sig alveg við tilhugsunina um að einhver sé hvorugt eða bæði eða eitthvað bland, en fyrir sumum er þetta allt saman óskiljanlegt og óþolandi. En á endanum, þá þarf fólk ekki að trúa okkur, bara samþykkja það að jafnvel þó við höfum á einhvern hátt rangt fyrir okkur, þá eigum við rétt á að lifa eigin lífi á þann hátt sem við teljum heiðarlegast og réttast. Við biðjum ekki um mikið, bara ákveðna lágmarks kurteisi og að vera ekki afmennskuð, líkt við kynferðisbrotafólk eða sökuð um að heilaþvo börn. Við viljum ekki vera þurrkuð út úr samfélaginu. Við erum til, við erum hér. Engin löggjöf breytir því. Hún jaðarsetur okkur bara, gerir það auðveldara að hunsa okkur, gerir okkur erfiðara að fá þá meðferð sem hjálpar okkur að vera sátt í eigin skinni. Hinsegin fólk og trans fólk voru með fyrstu fórnarlömbum nasista í Þýskalandi, það er frægt að Magnus Hirschfeld rak fyrstu klíníkina sem greindi trans fólk og reyndi að hjálpa því, en var eitt af fyrstu skotmörkum nasista þegar þeir byrjuðu að komast til valda. Við erum auðvelt skotmark, við erum fá, fólk almennt, meira að segja velviljað fólk, á erfitt með að skilja okkur, fólki finnst við ‘skrítin’ og bara með tilvist okkar ógnum við ákveðinni heimsmynd íhaldssamra og þröngsýnna. En þetta má ekki gerast aftur. Þetta má ekki fá að dreifa úr sér. Hvernig get ég annað en biðlað til íslendinga um að falla ekki ofan í gryfju haturs og fyrirlitningar? Ísland fór á örfáum árum frá því að vera eitt af þröngsýnustu löndum Evrópu, þar sem hvað erfiðast var að vera samkynhneigð eða hinsegin, í að vera hvað framsæknast og jákvæðast. Við erum þar enn. Ég trúi að við séum þar enn og ætlum að vera það. En svo sé ég svona greinar, sem lepja upp hatursáróður og lygar að utan, og ég óttast. Ég óttast það að land sem getur breyst hratt, gæti líka breyst hratt til baka. En ég trúi á okkur. Ég trúi að við séum betri en það. Höfundur er trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru hluti af bakslaginu gegn réttindum hinseginfólks. Það byggir á hræðsluáróðri sem búinn hefur verið til, markvisst, vestanhafs í þeim tilgangi að ala á ótta og vantrausti á trans fólki og hinsegin fólki almennt, til þess að leggja grunninn að því að afnema þau réttindi sem okkur hafa áunnist og í kjölfarið losna við okkur úr samfélaginu með öllum ráðum. Það er vegferðin sem forsetatilskipanir Trump eru á, og sú vegferð er stórhættuleg. Þeim tilskipunum er ætlað að eyða tilveru okkar. Samkvæmt einni af þeim fyrstu, og þeim skæðustu, er opinberum stofnunum skipað að vinna út frá þeirri reglu að kynin séu tvö, þau ákvarðist við getnað (sem er reyndar fullkomlega galið, þá myndum við öll teljast kvenkyns) og geti ekki breyst eftir það.(sjá: https://www.whitehouse.gov/presidential-actions/2025/01/defending-women-from-gender-ideology-extremism-and-restoring-biological-truth-to-the-federal-government/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR16nUb1Bb7UfXx3qUhbZWavaQlspbBwBsTuma2EWP7ZWsi8Nli4vYGrqYc_aem_pYi979YOK6vBrcWU9DXg8Q ) Tilskipunum sem þessum er ætlað að gera okkur erfiðara að vera til, neyða okkur inn í skápinn, eða til að taka eigið líf, eða gerast óhjákvæmilega brotleg við lögin sem þau setja gegn okkur og enda þannig í fangelsi. Við einfaldlega pössum ekki inn í heimsmyndina sem þau eru búin að ákveða að skuli vera sönn. Þessi hugsunarháttur skoðana-systkinanna Trumps og Helgu byggist í grunninn á því að trúa ekki á tilvist trans fólks, og þar með halda að öll sem segist vera trans séu annað hvort lygarar eða úr sambandi við veruleikann. Þess vegna líta þau svo á að upplýsingar um hinseginleikann, sem geta hjálpað ungu fólki að átta sig, séu heilaþvottur. Þeim er líka ómögulegt að skilja að nokkuð sem fjalli um kyn fjalli ekki í rauninni um kynlíf, sem þó er fáránlegt. Þar sem þau líta á fræðslu um kyn sem ‘kynferðislega’, þá líta þau á hana sem óviðeigandi fyrir börn. Ég get alveg fullyrt það að engin sem ekki eru trans gætu nokkurn tíma orðið það út frá því að fá of miklar upplýsingar, ekkert frekar en ég varð ‘ekki trans’ þó ég hafi fengið heilmiklar upplýsingar um fólk sem ekki átti við þann vanda að etja í æsku. Stundum vissulega er fólk óvisst, vill máta sig við alls konar, áður en það kemst að niðurstöðu, en enginn vill senda börn í hormónameðferðir eða á blokkera nema þau séu mun vissari en það, og enginn vill setja börn unglinga í aðgerðir. Allt tal um slíkt er einfaldlega lygar og áróður sem er ætlað að gera það auðveldara að útskúfa okkur. Meira en lygar, þetta eru helvítis lygar. Þeim er ætlað að gera fólk hrætt við okkur, halda að við séum eitthvað hrikalegt og illt, til þess að grafa undan mannréttindum okkar og gera það auðveldara að koma fram við okkur sem eitthvað lægra en mannlegt. Ég hefði gjarnan viljað að ég hefði vitað meira í æsku, haft meiri upplýsingar, verið vissari, tekið skref fyrr. Það hefði breytt miklu fyrir mig að geta fengið hormónagjöf áður en ég fór í gegnum karlkyns kynþroska, fyrir mér er sá kynþroski mikill skaði. Nákvæmlega sami skaði og fólk ímyndar sér að hormónagjöf fyrir unglinga gæti verið. Auðvitað er það vandmeðfarið, en gleymum því ekki að það að gera það ekki, fyrir þau sem raunverulega vilja það, er jafn mikill skaði og það er að gera það fyrir manneskju sem hefði átt að hugsa sig tvisvar um. Mannfólk er reyndar í grunninn mjög viðkvæmt fyrir tilteknu vandamáli, en það er að eiga erfitt með að skilja hvernig er að vera öðruvísi en við sjálf erum, að raunverulega hugsa öðruvísi, sjá heiminn öðruvísi, komast að öðrum niðurstöðum út frá öðrum upplýsingum. Fyrir flestu fólki sem ekki er trans (sem kallast cis, það er ekki niðrandi eða útilokandi orð, það þýðir bara ‘ekki trans’ og er því viðeigandi orð í vissri umfjöllun um málefni trans fólks), hefur aldrei verið neitt misræmi milli þeirra líkamlega kyns og þeirra upplifuðu kynvitund. Þess vegna er þeim mjög eðlilegt að upplifa það sem einn og sama hlutinn og eiga, eðlilega, mjög erfitt með að ímynda sér hvernig það sé. Fyrir okkur sem erum trans er þetta hins vegar eitthvað sem við höfum annað hvort alltaf upplifað að passi illa saman, eða upplifum ákveðna hugljómun þegar við erum eldri og föttum hvað það er sem ekki hefur verið að passa í okkar upplifun. Við getum reynt að útskýra þetta með líkingum, eins og að vera alltaf í fötum sem passa illa en þú getur ekki farið úr, eða t.d. að biðja föður að ímynda sér hvernig honum þætti það ef allir allstaðar hefðu orð á því hvað hann sé nú móðurlegur, en það nær ekki utan um þessa tilfinningu almennilega. Í grunninn er það því þannig að við getum bara beðið fólk um að trúa okkur og reyna að virða okkar upplifun, og okkar viðleitni til að lifa í samræmi við það sem við upplifum að sé heiðarlegri og réttari útgáfa af okkur sjálfum. Þau sem eiga erfiðast með þetta eru, samkvæmt minni reynslu, fólk sem af einni eða annarri ástæðu tekur kynjatvíhyggjuna mjög alvarlega, að það séu tvö kyn, sem séu ólík á vissan grundvallar hátt, og það að vera af öðru hvoru kyninu er frekar innarlega í þeirra sjálfsmynd. Það þarf ekki að vera byggt á karlrembu eða kvenrembu, þau geta álitið kynin mjög jöfn, bara á mismunandi vegu, en fyrir þeim er þessi skipting mjög skýr og mikilvæg, og þau upplifa að fólk sem lifir ekki eftir henni sé á einhvern hátt árás á þeirra heimsmynd og jafnvel þeirra sjálfsmynd. Fyrir sumum þeirra er einfalt trans fólk, (einhver sem fæðist karl, en upplifir sig konu, eða öfugt) kannski minna vandamál, en þau missa sig alveg við tilhugsunina um að einhver sé hvorugt eða bæði eða eitthvað bland, en fyrir sumum er þetta allt saman óskiljanlegt og óþolandi. En á endanum, þá þarf fólk ekki að trúa okkur, bara samþykkja það að jafnvel þó við höfum á einhvern hátt rangt fyrir okkur, þá eigum við rétt á að lifa eigin lífi á þann hátt sem við teljum heiðarlegast og réttast. Við biðjum ekki um mikið, bara ákveðna lágmarks kurteisi og að vera ekki afmennskuð, líkt við kynferðisbrotafólk eða sökuð um að heilaþvo börn. Við viljum ekki vera þurrkuð út úr samfélaginu. Við erum til, við erum hér. Engin löggjöf breytir því. Hún jaðarsetur okkur bara, gerir það auðveldara að hunsa okkur, gerir okkur erfiðara að fá þá meðferð sem hjálpar okkur að vera sátt í eigin skinni. Hinsegin fólk og trans fólk voru með fyrstu fórnarlömbum nasista í Þýskalandi, það er frægt að Magnus Hirschfeld rak fyrstu klíníkina sem greindi trans fólk og reyndi að hjálpa því, en var eitt af fyrstu skotmörkum nasista þegar þeir byrjuðu að komast til valda. Við erum auðvelt skotmark, við erum fá, fólk almennt, meira að segja velviljað fólk, á erfitt með að skilja okkur, fólki finnst við ‘skrítin’ og bara með tilvist okkar ógnum við ákveðinni heimsmynd íhaldssamra og þröngsýnna. En þetta má ekki gerast aftur. Þetta má ekki fá að dreifa úr sér. Hvernig get ég annað en biðlað til íslendinga um að falla ekki ofan í gryfju haturs og fyrirlitningar? Ísland fór á örfáum árum frá því að vera eitt af þröngsýnustu löndum Evrópu, þar sem hvað erfiðast var að vera samkynhneigð eða hinsegin, í að vera hvað framsæknast og jákvæðast. Við erum þar enn. Ég trúi að við séum þar enn og ætlum að vera það. En svo sé ég svona greinar, sem lepja upp hatursáróður og lygar að utan, og ég óttast. Ég óttast það að land sem getur breyst hratt, gæti líka breyst hratt til baka. En ég trúi á okkur. Ég trúi að við séum betri en það. Höfundur er trans kona.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun