Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 08:00 Myles Lewis-Skelly í hugleiðslustellingunni sem Erling Haaland hefur svo oft notað til að fagna. Getty/Catherine Ivill „Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær. Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Lewis-Skelly er aðeins 18 ára gamall, uppalinn Arsenal-maður, sem brotið hefur sér leið inn í aðallið félagsins í vetur. Hann fékk að byrja leikinn gegn City í gær, sem Arsenal vann 5-1, og skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Það er grunnt á því góða á meðal leikmanna Arsenal og City, ekki síst eftir leik liðanna í september og það sem gerðist að þeim leik loknum, þegar Haaland meðal annars skaut á Lewis-Skelly eins og fyrr segir, og skipaði Mikel Arteta að sýna auðmýkt. Lewis-Skelly vildi greinilega senda Haaland skilaboð þegar hann fagnaði markinu sínu, því hann gerði það að hætti Norðmannsins með því að stilla sér upp í jógastellingu og það virtist vekja mikla kátínu hjá liðsfélögum hans. The whole team was loving Myles Lewis-Skelly's celebration 🧘 pic.twitter.com/tKtTYjHSme— B/R Football (@brfootball) February 2, 2025 Með marki sínu varð Lewis-Skelly yngsti leikmaðurinn til að skora gegn ríkjandi meisturum, síðan Wayne Rooney skoraði gegn Arsenal árið 2003. Ethan Nwaneri, sem er enn 17 ára, bætti reyndar um betur þegar hann skoraði fimmta mark Arsenal, en metið er enn í eigu Rooney sem var 168 dögum yngri en Nwaneri er nú. 📸 - Earlier this season Erling Haaland told Myles Lewis-Skelly: "Who the f*ck are you".This is how Myles Lewis-Skelly responds. pic.twitter.com/9tMSANqRr3— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 2, 2025 Lewis-Skelly var ekki einn um að hæðast að Haaland í gær því þegar að leiknum lauk var lagið Humble með Kendrick Lamar látið óma á Emirates-leikvanginum, með vísan í það þegar Haaaland skipaði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble). Með sigrinum í gær er Arsenal aðeins sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik til góða við Everton í næstu viku. City er í 4. sæti með 41 stig, nú níu stigum á eftir Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira