Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 11:57 Konan virðist hafa haft Sjúkratryggingar Íslands að féþúfu um árabil. Vísir/Egill Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar. Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í ákæru í málinu segir að konan, sem er á sextugsaldri, sé ákærð fyrir fyrir skjalafals í opinberu starfi, en til vara fjársvik í opinberu starfi, á árunum 2013 til og með 2024, með því að hafa í starfi sínu sem starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands og sem verkefnastjóri stofnunarinnar frá árinu 2014, án heimildar og í blekkingarskyni, falsað í 216 tilvikum kröfur í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands í Reykjavík að fjárhæð samtals 156,3 milljónir krónur, sem áttu sér ekki stoð, í nafni þriggja einstaklinga Það er eiginmanns hennar, sem nú sé látinn og sona hennar, sem séu báðir á fertugsaldri. Skráði fjölskyldumeðlimi sem fylgdarmenn Kröfurnar hafi annars vegar verið vegna erlends sjúkrakostnaðar og hins vegar með því að skrá þá sem fylgdarmenn ótengdra aðila sem nutu læknismeðferðar erlendis. Eftir að konan falsaði kröfurnar í kerfi stofnunarinnar, hafi hún blekkt aðra starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands til að samþykkja þær en kröfurnar hafi að lokum verið greiddar út til konunnar og eiginmanns hennar. Alls hafi SÍ greitt eiginmanni hennar 27 milljónir króna og 16 milljónir króna hafi endað inni á reikningi konunnar. Synirnir tóku við 49 og 80 milljónum Þá segir að konan hafi komið því til leiðar að SÍ greiddi eldri syni konunnar alls 49 milljónir króna í 70 millifærslum. Í kjölfarið hafi sonurinn millifært 44 milljónir króna inn á reikning móður sinnar. Loks hafi SÍ greitt yngri syni hennar 80,2 milljónir króna í 85 millifærslum. Hann hafi svo ráðstafað 72,5 milljónum króna til móður sinnar. Synirnir ákærðir fyrir peningaþvætti Í málinu eru synir konunnar tveir einnig ákærðir fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að eldri sonurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 17. desember 2013 til og með 5. desember 2023 móttekið í 70 tilvikum samtals 48.862.751 krónur á bankareikning sinn frá Sjúkratryggingum Íslands, sem hafi verið ávinningur af refsiverðum brotum. Hann hafi vitað eða ekki geta dulist að um ávinning af refsiverðum brotum móður hans hafi verið að ræða. Þá segir að yngri sonurinn hafi verið ákærður fyrir sömu háttsemi á tímabilinu 11. ágúst 2014 til og með 29. febrúar 2024, með því að hafa móttekið í 85 tilvikum samtals 80.285.929 krónur.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira