Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun