Kastljósið beinist að Guðrúnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 15:06 Guðrún Hafsteinsdóttir gegndi embætti dómsmálaráðherra í sautján mánuði áður en Sjálfstæðisflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi við VG og Framsókn. Vísir/Vilhelm Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær að hann hygðist ekki bjóða fram krafta sína. Áður hafði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gert slíkt við sama. Bæði þóttu líkleg til að sækjast eftir formennsku eftir að Bjarni Benediktsson ákvað í upphafi árs að stíga til hliðar á komandi landsfundi. Guðlaugur Þór bauð fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundinum 2022 en laut í lægra haldi með tæplega fjörutíu prósent atkvæða. Kosningin sýndi þó að bakland Guðlaugs Þórs í flokknum var töluvert. Hann hafði ári fyrr haft betur í hörðum og umtöluðum oddvitaslag við Áslaugu Örnu í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna það ár. Guðlaugur sagði í Kastljósi gærkvöldsins mikilvægt að lægja átakalínur innan flokksins. Átök innan flokksins hefðu skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur hafði ekkert gefið uppi um mögulegt framboð ólíkt því sem var með Þórdísi Kolbrúnu. Hún sem varaformaður flokksins hafði endurtekið sagst tilbúin að leiða flokkinn ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Það var því nokkuð óvænt stefnubreyting þegar hún ákvað að gefa ekki kost á sér til formennsku þegar Bjarni steig til hliðar. Ef frá er talinn listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem þrátt fyrir að vera sigurviss á ekki einu sinni víst sæti á fundinum, er Áslaug Arna ein í framboði til formanns. Eina manneskjan sem telja má líklega til að veita henni samkeppni á landsfundinum er Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún hefur fengið áskoranir frá sjálfstæðisfélögum víða um land undanfarnar vikur og ekki farið leynt með að hún liggi undir feld varðandi ákvörðun sína. Hún sagðist í síðustu viku ætla að gefa sér þann tíma sem hún þyrfti. Ef það er eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna betur en flestir þá er það vinna í kringum kosningar og ljóst að Áslaug Arna er kominn í mikinn framboðsgír. Hún hefur verið gestur á hverju þorrablótinu á fætur öðru í janúar og hennar bakland vinnur hörðum höndum að framboðinu. Þá var hún á flakki um Reykjanesbæ um helgina og tíður gestur á hvers kyns mannamótum. Hún kynnti framboð sitt með pomp og prakt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á dögunum. Ætli Guðrún að gefa kost á sér til formanns má reikna með tilkynningu þess efnis á allra næstu dögum. Því ætli hún fram þá þarf að fara að smyrja kosningavélarnar til að geta gengið til landsfundar í lok mánaðar fullviss um að vera búin að tryggja sér nægan fjölda atkvæða í baráttunni um formanninn. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins hefur staðfest við fréttastofu að hann gefi áfram kost á sér í embættið. Enginn hefur formlega tilkynnt um framboð til varaformanns. Helst hefur verið hvíslað um Jens Garðar Helgason, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal dyggra stuðningsmanna Áslaugar Örnu til formanns, og svo Diljá Mist Einarsdóttir sem samkvæmt heimildum fréttastofu horfir frekar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur þegar kemur að líklegum formannsslag. Síðdegis í dag barst opinber áskorun frá tíu oddvitum og sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins úr tólf sveitarfélögum á Suðurlandi sem hveta Guðrúnu til að bjóða sig fram á komandi landsfundi. Nöfn þeirra má sjá að neðan. Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ Fréttin var uppfærð með áskorun Sjálfstæðisfólks á Suðurlandi til Guðrúnar. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær að hann hygðist ekki bjóða fram krafta sína. Áður hafði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gert slíkt við sama. Bæði þóttu líkleg til að sækjast eftir formennsku eftir að Bjarni Benediktsson ákvað í upphafi árs að stíga til hliðar á komandi landsfundi. Guðlaugur Þór bauð fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundinum 2022 en laut í lægra haldi með tæplega fjörutíu prósent atkvæða. Kosningin sýndi þó að bakland Guðlaugs Þórs í flokknum var töluvert. Hann hafði ári fyrr haft betur í hörðum og umtöluðum oddvitaslag við Áslaugu Örnu í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna það ár. Guðlaugur sagði í Kastljósi gærkvöldsins mikilvægt að lægja átakalínur innan flokksins. Átök innan flokksins hefðu skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur hafði ekkert gefið uppi um mögulegt framboð ólíkt því sem var með Þórdísi Kolbrúnu. Hún sem varaformaður flokksins hafði endurtekið sagst tilbúin að leiða flokkinn ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Það var því nokkuð óvænt stefnubreyting þegar hún ákvað að gefa ekki kost á sér til formennsku þegar Bjarni steig til hliðar. Ef frá er talinn listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem þrátt fyrir að vera sigurviss á ekki einu sinni víst sæti á fundinum, er Áslaug Arna ein í framboði til formanns. Eina manneskjan sem telja má líklega til að veita henni samkeppni á landsfundinum er Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún hefur fengið áskoranir frá sjálfstæðisfélögum víða um land undanfarnar vikur og ekki farið leynt með að hún liggi undir feld varðandi ákvörðun sína. Hún sagðist í síðustu viku ætla að gefa sér þann tíma sem hún þyrfti. Ef það er eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna betur en flestir þá er það vinna í kringum kosningar og ljóst að Áslaug Arna er kominn í mikinn framboðsgír. Hún hefur verið gestur á hverju þorrablótinu á fætur öðru í janúar og hennar bakland vinnur hörðum höndum að framboðinu. Þá var hún á flakki um Reykjanesbæ um helgina og tíður gestur á hvers kyns mannamótum. Hún kynnti framboð sitt með pomp og prakt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á dögunum. Ætli Guðrún að gefa kost á sér til formanns má reikna með tilkynningu þess efnis á allra næstu dögum. Því ætli hún fram þá þarf að fara að smyrja kosningavélarnar til að geta gengið til landsfundar í lok mánaðar fullviss um að vera búin að tryggja sér nægan fjölda atkvæða í baráttunni um formanninn. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins hefur staðfest við fréttastofu að hann gefi áfram kost á sér í embættið. Enginn hefur formlega tilkynnt um framboð til varaformanns. Helst hefur verið hvíslað um Jens Garðar Helgason, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal dyggra stuðningsmanna Áslaugar Örnu til formanns, og svo Diljá Mist Einarsdóttir sem samkvæmt heimildum fréttastofu horfir frekar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur þegar kemur að líklegum formannsslag. Síðdegis í dag barst opinber áskorun frá tíu oddvitum og sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins úr tólf sveitarfélögum á Suðurlandi sem hveta Guðrúnu til að bjóða sig fram á komandi landsfundi. Nöfn þeirra má sjá að neðan. Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ Fréttin var uppfærð með áskorun Sjálfstæðisfólks á Suðurlandi til Guðrúnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira