Kastljósið beinist að Guðrúnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 15:06 Guðrún Hafsteinsdóttir gegndi embætti dómsmálaráðherra í sautján mánuði áður en Sjálfstæðisflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi við VG og Framsókn. Vísir/Vilhelm Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær að hann hygðist ekki bjóða fram krafta sína. Áður hafði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gert slíkt við sama. Bæði þóttu líkleg til að sækjast eftir formennsku eftir að Bjarni Benediktsson ákvað í upphafi árs að stíga til hliðar á komandi landsfundi. Guðlaugur Þór bauð fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundinum 2022 en laut í lægra haldi með tæplega fjörutíu prósent atkvæða. Kosningin sýndi þó að bakland Guðlaugs Þórs í flokknum var töluvert. Hann hafði ári fyrr haft betur í hörðum og umtöluðum oddvitaslag við Áslaugu Örnu í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna það ár. Guðlaugur sagði í Kastljósi gærkvöldsins mikilvægt að lægja átakalínur innan flokksins. Átök innan flokksins hefðu skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur hafði ekkert gefið uppi um mögulegt framboð ólíkt því sem var með Þórdísi Kolbrúnu. Hún sem varaformaður flokksins hafði endurtekið sagst tilbúin að leiða flokkinn ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Það var því nokkuð óvænt stefnubreyting þegar hún ákvað að gefa ekki kost á sér til formennsku þegar Bjarni steig til hliðar. Ef frá er talinn listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem þrátt fyrir að vera sigurviss á ekki einu sinni víst sæti á fundinum, er Áslaug Arna ein í framboði til formanns. Eina manneskjan sem telja má líklega til að veita henni samkeppni á landsfundinum er Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún hefur fengið áskoranir frá sjálfstæðisfélögum víða um land undanfarnar vikur og ekki farið leynt með að hún liggi undir feld varðandi ákvörðun sína. Hún sagðist í síðustu viku ætla að gefa sér þann tíma sem hún þyrfti. Ef það er eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna betur en flestir þá er það vinna í kringum kosningar og ljóst að Áslaug Arna er kominn í mikinn framboðsgír. Hún hefur verið gestur á hverju þorrablótinu á fætur öðru í janúar og hennar bakland vinnur hörðum höndum að framboðinu. Þá var hún á flakki um Reykjanesbæ um helgina og tíður gestur á hvers kyns mannamótum. Hún kynnti framboð sitt með pomp og prakt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á dögunum. Ætli Guðrún að gefa kost á sér til formanns má reikna með tilkynningu þess efnis á allra næstu dögum. Því ætli hún fram þá þarf að fara að smyrja kosningavélarnar til að geta gengið til landsfundar í lok mánaðar fullviss um að vera búin að tryggja sér nægan fjölda atkvæða í baráttunni um formanninn. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins hefur staðfest við fréttastofu að hann gefi áfram kost á sér í embættið. Enginn hefur formlega tilkynnt um framboð til varaformanns. Helst hefur verið hvíslað um Jens Garðar Helgason, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal dyggra stuðningsmanna Áslaugar Örnu til formanns, og svo Diljá Mist Einarsdóttir sem samkvæmt heimildum fréttastofu horfir frekar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur þegar kemur að líklegum formannsslag. Síðdegis í dag barst opinber áskorun frá tíu oddvitum og sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins úr tólf sveitarfélögum á Suðurlandi sem hveta Guðrúnu til að bjóða sig fram á komandi landsfundi. Nöfn þeirra má sjá að neðan. Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ Fréttin var uppfærð með áskorun Sjálfstæðisfólks á Suðurlandi til Guðrúnar. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær að hann hygðist ekki bjóða fram krafta sína. Áður hafði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gert slíkt við sama. Bæði þóttu líkleg til að sækjast eftir formennsku eftir að Bjarni Benediktsson ákvað í upphafi árs að stíga til hliðar á komandi landsfundi. Guðlaugur Þór bauð fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundinum 2022 en laut í lægra haldi með tæplega fjörutíu prósent atkvæða. Kosningin sýndi þó að bakland Guðlaugs Þórs í flokknum var töluvert. Hann hafði ári fyrr haft betur í hörðum og umtöluðum oddvitaslag við Áslaugu Örnu í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna það ár. Guðlaugur sagði í Kastljósi gærkvöldsins mikilvægt að lægja átakalínur innan flokksins. Átök innan flokksins hefðu skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur hafði ekkert gefið uppi um mögulegt framboð ólíkt því sem var með Þórdísi Kolbrúnu. Hún sem varaformaður flokksins hafði endurtekið sagst tilbúin að leiða flokkinn ef og þegar Bjarni hætti sem formaður. Það var því nokkuð óvænt stefnubreyting þegar hún ákvað að gefa ekki kost á sér til formennsku þegar Bjarni steig til hliðar. Ef frá er talinn listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem þrátt fyrir að vera sigurviss á ekki einu sinni víst sæti á fundinum, er Áslaug Arna ein í framboði til formanns. Eina manneskjan sem telja má líklega til að veita henni samkeppni á landsfundinum er Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún hefur fengið áskoranir frá sjálfstæðisfélögum víða um land undanfarnar vikur og ekki farið leynt með að hún liggi undir feld varðandi ákvörðun sína. Hún sagðist í síðustu viku ætla að gefa sér þann tíma sem hún þyrfti. Ef það er eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna betur en flestir þá er það vinna í kringum kosningar og ljóst að Áslaug Arna er kominn í mikinn framboðsgír. Hún hefur verið gestur á hverju þorrablótinu á fætur öðru í janúar og hennar bakland vinnur hörðum höndum að framboðinu. Þá var hún á flakki um Reykjanesbæ um helgina og tíður gestur á hvers kyns mannamótum. Hún kynnti framboð sitt með pomp og prakt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll á dögunum. Ætli Guðrún að gefa kost á sér til formanns má reikna með tilkynningu þess efnis á allra næstu dögum. Því ætli hún fram þá þarf að fara að smyrja kosningavélarnar til að geta gengið til landsfundar í lok mánaðar fullviss um að vera búin að tryggja sér nægan fjölda atkvæða í baráttunni um formanninn. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins hefur staðfest við fréttastofu að hann gefi áfram kost á sér í embættið. Enginn hefur formlega tilkynnt um framboð til varaformanns. Helst hefur verið hvíslað um Jens Garðar Helgason, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal dyggra stuðningsmanna Áslaugar Örnu til formanns, og svo Diljá Mist Einarsdóttir sem samkvæmt heimildum fréttastofu horfir frekar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur þegar kemur að líklegum formannsslag. Síðdegis í dag barst opinber áskorun frá tíu oddvitum og sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins úr tólf sveitarfélögum á Suðurlandi sem hveta Guðrúnu til að bjóða sig fram á komandi landsfundi. Nöfn þeirra má sjá að neðan. Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi Eystra Eydís Indriðadóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Rangárþingi Ytra Jón Bjarnason, oddiviti í Hrunamannahreppi Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ Fréttin var uppfærð með áskorun Sjálfstæðisfólks á Suðurlandi til Guðrúnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira