Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 16:11 Frá vettvangi í Örebro í dag. AP/Kicki Nilsson Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira