„Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 21:18 „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ spyr Helga Þórisdóttir. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem eru myndaðir úr öryggismyndavélum bíla, líkt og úr Teslum, gætu átt heimtingu á því að sjá myndefnið sem sýnir það. Þá þyrfti eigandi bílsins að afhenda myndefnið, en gæti þurft að passa upp á að afmá persónuupplýsingar af öðrum einstaklingum. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“
Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira