Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 20:35 Hér má sjá muninn á útsýninu fyrir og eftir að potturinn fauk. Lilja Rannveig Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. „Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira