Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2025 10:21 Vegfarendur hafa verið varaðir við því að vera á ferðinni í dag og sama á við um sjófarendur. vísir/vilhelm Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferð á meðan veðrið gengur yfir en gert sé ráð fyrir að það taki að lægja um klukkan 18 í kvöld, segir í tilkynningunni. Þar er einnig greint frá því að tilkynningar hafi borist um foktjón í gær, meðal annars á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði. Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt færslu á Facebook þar sem segir að aðeins eitt „óveðursverkefni“ hafi komið upp þar. Um var að ræða flotbryggju á Þingeyri sem losnaði en björgunarsveitarfólk í Dýrafirði fór í málið og tókst að tryggja að ekki yrði alvarlegt tjón. „Af öryggisástæðum var veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í gærkveldi þegar snjóflóðahætta varð meiri. Tveir vegfarendur, á leið til Bolungarvíkur, urðu innlyksa í Súðavík rétt um miðnættið. Okkar fulltrúar í sameiginlegri almannavarnanefnd Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar, skutu skjólshúsi yfir þá,“ segir í Facebook-færslunni. „Enn er rauð veðurviðvörun fyrir Strandir í dag en appelsínugul veðurviðvörun fyrir sunnanverða Vestfirði. Því er spáð að veðrið muni ganga hratt niður þegar líður á daginn. Sem fyrr eru þau sem hyggja á ferðir milli byggðalaga hvött til að gæta að færð og veðri á vegum áður en lagt er af stað. Það má gera á heimasíðu Vegagerðarinnar eða hringja í 1777.“ Veður Færð á vegum Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferð á meðan veðrið gengur yfir en gert sé ráð fyrir að það taki að lægja um klukkan 18 í kvöld, segir í tilkynningunni. Þar er einnig greint frá því að tilkynningar hafi borist um foktjón í gær, meðal annars á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði. Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt færslu á Facebook þar sem segir að aðeins eitt „óveðursverkefni“ hafi komið upp þar. Um var að ræða flotbryggju á Þingeyri sem losnaði en björgunarsveitarfólk í Dýrafirði fór í málið og tókst að tryggja að ekki yrði alvarlegt tjón. „Af öryggisástæðum var veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í gærkveldi þegar snjóflóðahætta varð meiri. Tveir vegfarendur, á leið til Bolungarvíkur, urðu innlyksa í Súðavík rétt um miðnættið. Okkar fulltrúar í sameiginlegri almannavarnanefnd Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar, skutu skjólshúsi yfir þá,“ segir í Facebook-færslunni. „Enn er rauð veðurviðvörun fyrir Strandir í dag en appelsínugul veðurviðvörun fyrir sunnanverða Vestfirði. Því er spáð að veðrið muni ganga hratt niður þegar líður á daginn. Sem fyrr eru þau sem hyggja á ferðir milli byggðalaga hvött til að gæta að færð og veðri á vegum áður en lagt er af stað. Það má gera á heimasíðu Vegagerðarinnar eða hringja í 1777.“
Veður Færð á vegum Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira