„Það er allt á floti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:34 Nú vinnur Ingibjörg að því að ausa vatni úr húsinu. ingibjörg Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. „Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins. Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins.
Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira