„Það er allt á floti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:34 Nú vinnur Ingibjörg að því að ausa vatni úr húsinu. ingibjörg Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. „Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins. Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins.
Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira