Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 12:02 Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sameina krafta sína að nýju í komandi leikjum gegn Sviss og Frakklandi. Samsett/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30