Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 12:30 Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Winston Churchill sagði einhvern tíma að lýðræði væri versta fyrirkomulag í stjórnskipan sem til væri – reyndar fyrir utan öll önnur sem menn hefðu prófað hingað til. Það er mikið til í þessu. Lýðræðið er ekkert auðvelt í framkvæmd og alltaf er verið að reka sig á galla þess. Því miður er það svo að ef það á að halda uppi lýðræðislegum stjórnarháttum þá kostar það fjármuni. Flestir eru sem betur fer sammála um að vanda þarf til stjórnmálaumræðunnar. Það er hinsvegar þannig að til að starf stjórnmálaflokka sé með öflugum hætti að þá þurfa þeir fjármuni. Í raun eru stjórnmálaflokkar hornsteinn lýðræðisins – þó margir elski ekkert annað meira en að tala þá niður og hversu spilltir þeir eru. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að ríki og sveitarfélög styðji stjórnmálaöfl með opinberu fé. Það sé ekki hlutverk hins opinbera að gera slíkt, þeir eigi að fjármagna sig sjálfir. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé fráleitt að stjórnmálasamtök reiði sig á fjárframlög einstaklinga og (oft ríkra) fyrirtækja. Það kalli á að stjórnmálin séu nánast „keypt“ af valdamiklum aðilum með sérhagsmuni. Ef þessar leiðir væru farnar hvor um sig – þá væru engin stjórnmálaöfl starfandi – og sennilega lýðræðið ekki heldur. Raunin er sú að farin hefur verið blönduð leið til að halda starfi stjórnmálaflokka gangandi til dæmis hér á landi. Opinber fjárstyrkur til stjórnmálasamtaka er talsverður og hefur farið vaxandi, sérstaklega á þessari öld. Þá hefur gagnsæi í framlögum einstaklinga og fyrirtækja orðið langtum betri og ágætur rammi er kominn yfir þau mál. Form og innihald Um aldamótin var tekin upp sú hefð að stjórnmálasamtök fengu greitt úr ríkissjóði framlag sem tengt hefur verið við atkvæðamagn í undangengnum kosningum. Um þetta hefur ríkt samkomulag og framkvæmdin hefur verið frekar hnökralaus en eflaust ekki án galla. Þá gerist það að allt í einu núna fyrir einhverjum vikum að ýmsir fara að klóra sér í höfðinu. Viti menn: Starfsmenn einstakra flokka höfðu ekki breytt félagaformi á skráningu stjórnmálaflokksins sem fram fór með lögmætum hætti á sínum tíma. Umfjöllun sumra miðla minnir mann á illa innrætta stráklinga á skólalóðum áttunda áratugar síðustu aldar, og ég man vel. Sérstaklega hefur verið átakanlegt að sjá Morgunblaðið í þvílíkum ham að minnir mann á ógnartíma kalda stríðsins. Það skyggir reyndar aðeins þeirra þórðargleði að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka verið í vandræðum með að merkja rétt við í dálka hinnar opinberu umsóknareyðublaða – en Mogginn þagar um slíkt. Matthías Johannessen, hinn farsæli ritstjóri þessa sama Morgunblaðs frá blómatímum þess sagði einmitt að „kalda stríðið gerði engan okkar að betri manni“. Hættum þessari vitleysu Auðvitað ber Flokki fólksins að fá þessa fjármuni – þrátt fyrir einhvern misskilning í útfyllingu opinberra eyðublaða í hinu opinbera kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hverjar eru leiðbeiningarskyldur opinberra aðila í ferli sem þessu. Auðvitað er það vilji löggjafans að fjármunirnir renni til þeirra sem hlutu atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Það er enginn að taka sér opinbera fjármuni sem honum ekki ber, og því síður hafa komið fram vísbendingar um að sjtórnmálaaflið hafi þegið fjármuni að utan eða í of miklu magni frá einstökum aðilum. Hér snýst umræðan aðeins og eingöngu um skráningu – formsatriði – sem verður leiðrétt í samræmi við leiðbeiningar fjármálaráðuneytis sem átti fyrir löngu að vera búið að veita. Skaðinn af þessari röngu skráningu er enginn, og einsýnt að hér er sökin yfirvalda sem sinnti ekki leiðbeiningarskyldu sinni á vakt síðustu ríkisstjórnar. Þetta gerir ekkert annað en að varpa rýrð á starf þeirra sem leggja það á sig að starfa í stjórnmálastarfi og hljóta til þess brautargengi. Það er ljótur leikur. Vinir Kópavogs Þetta mál tók á sig nokkuð sérstaka mynd í vikunni þegar bæjarstjóri Kópavogs hafði fyrir því að láta fara fram rannsókn á því hvort Vinir Kópavogs hefðu hakað í réttan dálk í þessu ferli. Það er mjög sérstakt að bæjarstjóri skuli líta á þetta mál sem sérstaklega mikilvægt viðfangsefni. Kópavogsbær veltir 56 milljörðum af almannafé. Við erum hér að tala um 2.3 milljónir króna. Þetta er auðvitað af sama meiði og Morgunblaðið var með sem sína nálgun. Vinir Kópavogs væru ekki alvöru stjórnmálasamtök heldur einhver villuráfandi söfnuður sem ætluðu sér að svíkja fé úr almannaeigu af því þeir væru ekki alvöru „stjórnmálaflokkur“. Ég var einn af þeim sem stofnuðu Vini Kópavogs. Ég kaus hinsvegar að vera ekki meðal þeirra sem töldu það vænlegt að bjóða fram Vini Kópavogs kosningum til bæjarstjórnar og er enn á þeirri skoðun. Ég vildi sem jafnaðarmaður vera með pólitíska hrygglengju í Samfylkingunni og er varabæjarfulltrúi þess flokks og er stoltur af mínum flokki í ríkisstjórn og annars staðar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Vinir Kópavogs hlutu mikið brautargengi í síðustu kosningum. Það er í raun eini mælikvarðinn á hvort þeir eiga erindi í stjórnmálin í Kópavogi. Hættum þessari vitleysu og virðum leikreglur lýðræðisins. Winston Churchill hafði rétt fyrir sér – lýðræðið verður að vernda. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun