Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:09 Fjölmörg tré brotnuðu á Stöðvarfirði. Aðsend Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21