Í tilkynningu bankans segir að breytingarnar séu gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans, en þær taki einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
Útlánsvextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,50 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,50 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,50 prósentustig.
- Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,10 prósentustig.
- Fastir vextir til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig.
Innlánsvextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,50 prósentustig.
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,50 prósentustig.
- Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum að mestu leyti í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.