Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 23:47 Tveir litháenskir karlmenn voru að vinnu við sumarbústað í Kiðjabergi þegar annar þeirra lést 20. apríl. Hinn sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ekki manndráp. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann. Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann.
Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01
Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14