Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:24 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir ákvörðun Einars vera djúp vonbrigði og koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þetta segir Dóra Björt í samtali við fréttastofu um tíðindi kvöldsins en Einar tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og vísaði hann sérstaklega í deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann ætli sér að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins og Viðreisn um myndun nýs meirihluta. „Það er leitt að sjá að Einar og Framsóknarflokkurinn sjái sér ekki fært að standa við meirihlutasáttmálann og vinna samkvæmt honum í í þágu borgarbúa þar sem hann inniheldur mjög mörg metnaðarfull verkefni,“ segir Dóra Björt. „Við höfum auðvitað komið á sögulegum samgöngusáttmála sem mun verulega breyta lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið að því nútímavæða þjónustu við borgarbúa, við höfum komið rekstrinum yfir núll. Við höfum virkilega látið til okkar taka með góðum verkum.“ Vonar að óvissuástandið vari sem styst Hún segir orð Einars hafa komið sér á óvart. „Mér finnst sérstakt að segja að þú getir ekki komið hlutum í verk í embætti borgarstjóra því að það er valdamesta embætti borgarinnar. Við höfum sannarlega komið mjög mörgu í verk og ég hef áhyggjur af því að þessar vendingar spilli fyrir mikilvægum málum og verkefnum. Eins og uppbyggingu fyrir heimilislausa, að gera borgina öruggari fyrir börn með stórfelldri uppbyggingu göngustíga sem við vorum búin að ákveða og öðrum brýnum og mikilvægum verkefnum. Þannig að ég vona að þessa óvissuástand vari sem skemmst. Svona rót og upplausn vinnur gegn því að verkefni vinnist hratt og vel.“ Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt segir að þessi vika hafi um margt verið sérstök. „Já að einhverju leyti. Við vorum með erfiðan borgarstjórnarfund á þriðjudaginn þar sem við fjölluðum um flugvöllinn sem við höfum áður gert. Það hefur legið fyrir og það hefur verið vísað í það sem deilumál og þrætuepli, en mér fannst allt of mikið gert úr því. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar legið fyrir frá upphafi þessa meirihlutasamstarfs og mér fannst hann snyrtilega afgreiddur í meirihlutasáttmála. Það hefur ekkert breyst í þessum efnum nema kannski fylgi flokkanna. Ég hef persónulega lagt meiri áherslu á að koma hlutum í verk en að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum.“ Um fundinn í kvöld segir Dóra að hún hafi vitað að það væri titringur en að hún hafi ekki átt von á þessum tíðindum. „Ég hélt að við værum að fara að ræða málin og næstu úrlausnarefni. Ég átti ekki von á þessu. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ekki það sem ég var að búast við. Ég vön að starfa í meirihluta af heilindum og standa við gerða samninga. Ég hafði hugsað mér að klára þetta kjörtímabil og vinna að okkar góðu og metnaðarfullu verkefnum í þágu borgarbúa. Það er leitt að aðrir hafi ekki séð sér fært að klára þau mikilvægu verk.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
„Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ „Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann.“ 7. febrúar 2025 20:55
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01