Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 22:11 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu. „Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
„Það er ljóst að það er hægri alda í borginni. Allir vegir liggja til Sjálfstæðisflokksins núna,“ segir Ragnhildur. Hún telur að Einar hafi séð sæng sína upp reidda og talið að Framsókn myndi ekki lifa kjörtímabilið af með þessum meirihluta. Eini sénsinn fyrir Framsókn til að eiga einhverja sérstöðu væri að límast ekki við vinstri meirihlutann „sem var kominn út í öngstræti með sína stefnu.“ Vill sópa út og gera klárt fyrir nýja tíma Ragnhildur segir að það sé ekki mikið hægt að gera á einu ári annað en að byrja sópa út og byrja að gera klárt fyrir nýja tíma. „Þú ert með garð sem er algjör villigarður, ekki einu sinni villigarður heldur eyðimörk. Þá þarf maður fyrst að sá fræjum og plægja akurinn áður en maður fer að uppskera,“ segir hún um borgarmálin. Hún segir að borgarstjórastóllinn fari sjálfstæðismönnum alltaf vel. En nú þurfi bara að anda með nefinu. Komið óþol í stefnu meirihlutans Ragnhildur segir að mikið hafi mætt á meirihlutanum undanfarin misseri. „Álfabakki, allt þetta þéttingarrugl, ég held það hafi verið komið óþol í þessa stefnu. Það voru eiginlega öll spjót á þeim, bæði varðandi skipulagsmálin en líka þessi deila við kennarana. Ef þú ert með hóp af fólki og þau eru ekki sammála um það hvert þau eiga að fara, eins og hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá er þetta bara svolítið erfitt,“ segir Ragnhildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að allir viti hvernig vikan hafi þróast í borgarstjórn, en það hafi komið henni á óvart að meirihlutinn skyldi ekki ná saman með það sem sameini þau. 7. febrúar 2025 20:28