Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 17:50 Stefán Teitur var farinn af velli áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira