Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 20:01 Vinir og ættingjar Ohad Ben Ami og Eli Sharabi hafa beðið lengi eftir að sjá þá. AP/Maya Alleruzzo Þrír gíslar voru látnir lausir úr haldi Hamas samtakanna í dag í skiptum fyrir palestínska fanga sem voru frelsaðir. Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana á ísraelskum spítala í morgun. Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira