Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar