Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir segir ákvörðun Flokks fólksins hafa komið á óvart enda tengist þær borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti og viðræður gengið vel. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24