Gomes skoraði fyrra markið á 33. mínútu eftir gott spil Úlfanna upp völlinn og stoðsendingu frá Hwang Hee-Chan.
João Gomes just about squeezes in for @Wolves 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/UXGau1InjT
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2025
Cunha skoraði svo seinna markið á 34. mínútu með föstu skoti úr nokkuð þröngu færi sem Nelson Semedo lagði upp.
Matheus Cunha powers in to gives @Wolves their second of the day 🐺#EmiratesFACup pic.twitter.com/pbxiyjMrvS
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2025
Úlfarnir eru því komnir áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins en dregið verður um andstæðinga á morgun.
Blackburn Rovers eru úr leik. Arnór Sigurðarson er samningsbundinn félaginu en var ekki settur í leikmannahópinn fyrir seinni hluta tímabilsins, sem hann segir skítastöðu.