Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 16:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. vísir/vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kannast ekki við það að meirihlutaslit hafi komið til tals í samtali oddvita meirihlutans á þriðjudag. Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað að slíta samstarfinu í umræddu fundarhléi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segist í samtali við RÚV ekki deila þessari upplifun Einars Þorsteinssonar af fundinum. Hún hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali í dag. Atvikið á að hafa átt sér stað í hléi sem gert var á borgarstjórnarfundi á þriðjudag þar sem Framsóknarflokkurinn sleit sig frá samstarfsflokkunum og greiddi atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnulóðir og aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á borgarstjórnarfundinum til að ræða við leiðtoga meirihlutans. Þar hafi oddviti flokksins gagnrýnt málflutning Framsóknar og lýst honum sem árás á Samfylkinguna. Einar sagði enn fremur í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylkingin hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni fundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi, nokkrum dögum áður en Einar sleit samstarfinu á föstudagskvöld. „Alls ekki“ hennar upplifun Í samtali við RÚV minnist Þórdís Lóa þess ekki að meirihlutaslit hafi verið nefnd í þessu fundarhléi. „En við hins vegar settum það alveg upp á borð að það skipti máli að standa saman og að við vildum ekki sprengja okkur á einhverjum svona málum. En í mínum huga var enginn beint að hóta neinu þar. Þetta er meira bara fólk í hita leiksins á miðjum borgarstjórnarfundi að taka leikhlé.“ Þá kannast hún ekki við að oddviti Samfylkingarinnar hafi þarna átt frumkvæði að meirihlutaslitum. „Nei það var nú ekki mín upplifun, alls ekki, því ef það hefði verið mín upplifun þá hefði ég vitað það strax og ekki talað um það daginn eftir að ég tryði því ekki að meirihlutinn væri fallinn,“ segir Þórdís Lóa.
Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48