Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 23:46 Trump sagði fréttamanni frá fyrirhuguðum tollum um borð í forsetaflugvélinni. Í sömu flugferð skrifaði hann undir plagg sem kvað á um að 9. febrúar yrði framvegis „dagur Ameríkuflóans.“ Trump hefur breytt, eða sagst vilja breyta, nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05