Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 09:55 Kanslaraefnin tvö frá vinstri: Olaf Scholz og Friedrich Merz. Flokkur Merz mælist með afgerandi forskot á sósíaldemókrata Scholz í könnunum. AP/Michael Kappeler/DPA Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent