Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:05 Setning Alþingis febrúar 2025 Kristrún Frostadóttir Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira