Matur

Maturinn á boð­stólnum yfir Super Bowl

Samúel Karl Ólason skrifar
Sumir setja mikinn metnað í matinn yfir Super Bowl.
Sumir setja mikinn metnað í matinn yfir Super Bowl.

Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan.

Þetta er nefnilega dagurinn sem SuperBowl fer fram og þeim merka viðburði fylgir mikið át. Auk kjúklings leggja áhorfendur og aðrir mis-solgnir menn rif sér til muns, eðlur (með snakki, ekki skríðandi kvikindin) ostastangir og laukhringi, svo eitthvað sé nefnt.

Þessi fylgifiskur SuperBowl virðist alltaf verða fyrirferðarmeiri hér á landi, samhliða ákalli þeirra Andra, Henrys og Eiríks eftir myndum til að sýna í útsendingu, og metnaðurinn hjá kokkum landsins getur verið skemmtilega mikill.

Svo eru auðvitað einhverjir sem leggja mikinn metnað í það að taka upp símann og panta mat. Þar getur framsetningin þó gert mikið.

Sjá einnig: Allar aug­lýsingar Super Bowl á sama stað

Öllu þessu mataráti og allri bjórdrykkjunni fylgja þó afleiðingar. Leiða má líkur að því að ófáar klósettskálar hafi fengið að kenna á því í morgun.

Hér að neðan má sjá myndir af hnossgætinu í fyrra.

Hér að neðan má svo sjá hluta þess sem Íslendingar stærðu sig af með #NFLisland í gærkvöldi og í nótt. Tístin eru ekki í neinni sérstakri röð, fyrir utan það að myndin mín er fyrst.








































































Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.