Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2025 15:59 Halla Tómasdóttir forseti en sæmilega ætti að fara um hana og fjölskylduna eftir að búið er að uppfæra húsakynni þeirra að Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við bústað Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og fjölskyldu hennar á Bessastöðum fóru talsvert fram úr áætlun. Samþykktar höfðu verið 86 milljónir í verkið en kostnaðurinn endaði í 120.508.269 krónum. Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira