Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Jón Árnason, sköpunarstjóri hjá Ennemm. Vísir/Einar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón. Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón.
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira