Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:58 Heimir Már hefur nú söðlað um og gengið til liðs við Ingu Sæland og flokk fólksins. Hans verður sárt saknað af vettvangi fjölmiðlanna. vísir/vilhelm Heimir Már Pétursson, einhver vaskasti fréttamaður nú um stundir, hefur söðlað um og tekið að sér að verða framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Eftirsjá verður af Heimi Má á skjánum en hann hlaut verðskuldað blaðamannaverðlaun ársins í fyrra. Enn missir blaðamannastéttin einn af sínum helstu reynsluboltum og munar um minna. „Ég hef starfað á fréttastofunni með nokkrum útúrdúrum í rúm tuttugu og fimm ár, frá því ég var fyrst ráðinn vorið 1991 þá 29 ára að aldri,“ segir Heimir Már. Á að baki langan og frækinn feril Heimir Már hefur undanfarin ár starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar einnig Vísis. „Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki á öllum sviðum fréttastofu. Þar hef ég bæði lært mikið af öðru fólki en einnig fengið að spreyta mig á mjög fjölbreyttum verkefnum í fréttum, þáttagerð og þáttastjórnun og fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Ég kveð góða vinnufélaga með söknuði en einnig stolti af þessari stærstu fréttastofu landsins, sem er í raun eina mótvægið við ríkismiðilinn RÚV.“ Heimir Már var gjarnan í miðju átaka og leitaði frétta. Þessi mynd er tekin fyrir utan ráðherrabústaðinn 2022.vísir/Rax En nú taka ný verkefni við. Heimir segist spenntur fyrir þeim en bendir á að nú sé hann að hverfa á gamlar og kunnuglegar slóðir. „Ég hef áður starfað á vettvangi Alþingis sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999. Það er kannski hollt að skipta um starf á að minnsta kosti 25 ára fresti,“ segir Heimir Már. Ef einhver getur komið skikki á mannskapinn... Fréttastofan kveður Heimi Má með söknuði – hann skilur eftir sig skarð sem verður erfitt að fylla. „Við eigum eftir að sakna Heimis óskaplega enda hefur hann komið að uppeldi okkar flestra á fréttagólfinu. Hann hefur verið örlátur á ráð og leiðbeiningar - og alltaf hægt að fletta upp í minni hans og reynslu. En við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og það verður gaman að takast á við hann, þarna hinum megin við línuna,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu. Heimir Már er sérfróður í málefnum Arctic Circle og naut þá fulltingis síns gamla prófessors, Ólafs Ragnars Grímssonar, við að brjóta mál til mergjar.vísir/arnar Gárungum þótti skondið þegar Flokkur fólksins auglýsti eftir upplýsingafulltrúa í miðju fári sem flokkurinn stóð þá frammi fyrir: Styrkjamálið svokallað og fréttaflutningi af símtali sem Inga Sæland, formaðurinn sjálfur, hafði átt við skólastjóra Borgarholtsskóla vegna tapaðs Nike-skós var í algleymingi. Ýmsum þótti sem þarna væri verk að vinna. Katrín Viktoría Leiva hefur verið ráðin sem lögfræðingur þingflokks Flokks fólksins.aðsend Og víst er að það verður í mörg horn að líta fyrir Heimi Má, en ef einhver getur komið skikki mannskapinn þá er það hann. Ekki er verra fyrir Flokk fólksins að njóta fulltingis manns sem þekki hvern krók og kima á fjölmiðlum, en að sama skapi erfitt fyrir fjölmiðla að eiga við hann. Ráða einnig lögfræðing Heimir Már er ekki eina breytingin sem Flokkur fólksins gerir á sínu liði. Í tilkynningu sem Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður sendi út nú rétt í þessu flokkurinn sendi frá sér er einnig tilkynnt um að Katrín Viktoría Leiva hafi verið ráðin sem lögfræðingur þingflokksins. Katrín lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Vistaskipti Sýn Alþingi Tengdar fréttir Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Eftirsjá verður af Heimi Má á skjánum en hann hlaut verðskuldað blaðamannaverðlaun ársins í fyrra. Enn missir blaðamannastéttin einn af sínum helstu reynsluboltum og munar um minna. „Ég hef starfað á fréttastofunni með nokkrum útúrdúrum í rúm tuttugu og fimm ár, frá því ég var fyrst ráðinn vorið 1991 þá 29 ára að aldri,“ segir Heimir Már. Á að baki langan og frækinn feril Heimir Már hefur undanfarin ár starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar einnig Vísis. „Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki á öllum sviðum fréttastofu. Þar hef ég bæði lært mikið af öðru fólki en einnig fengið að spreyta mig á mjög fjölbreyttum verkefnum í fréttum, þáttagerð og þáttastjórnun og fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Ég kveð góða vinnufélaga með söknuði en einnig stolti af þessari stærstu fréttastofu landsins, sem er í raun eina mótvægið við ríkismiðilinn RÚV.“ Heimir Már var gjarnan í miðju átaka og leitaði frétta. Þessi mynd er tekin fyrir utan ráðherrabústaðinn 2022.vísir/Rax En nú taka ný verkefni við. Heimir segist spenntur fyrir þeim en bendir á að nú sé hann að hverfa á gamlar og kunnuglegar slóðir. „Ég hef áður starfað á vettvangi Alþingis sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999. Það er kannski hollt að skipta um starf á að minnsta kosti 25 ára fresti,“ segir Heimir Már. Ef einhver getur komið skikki á mannskapinn... Fréttastofan kveður Heimi Má með söknuði – hann skilur eftir sig skarð sem verður erfitt að fylla. „Við eigum eftir að sakna Heimis óskaplega enda hefur hann komið að uppeldi okkar flestra á fréttagólfinu. Hann hefur verið örlátur á ráð og leiðbeiningar - og alltaf hægt að fletta upp í minni hans og reynslu. En við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og það verður gaman að takast á við hann, þarna hinum megin við línuna,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu. Heimir Már er sérfróður í málefnum Arctic Circle og naut þá fulltingis síns gamla prófessors, Ólafs Ragnars Grímssonar, við að brjóta mál til mergjar.vísir/arnar Gárungum þótti skondið þegar Flokkur fólksins auglýsti eftir upplýsingafulltrúa í miðju fári sem flokkurinn stóð þá frammi fyrir: Styrkjamálið svokallað og fréttaflutningi af símtali sem Inga Sæland, formaðurinn sjálfur, hafði átt við skólastjóra Borgarholtsskóla vegna tapaðs Nike-skós var í algleymingi. Ýmsum þótti sem þarna væri verk að vinna. Katrín Viktoría Leiva hefur verið ráðin sem lögfræðingur þingflokks Flokks fólksins.aðsend Og víst er að það verður í mörg horn að líta fyrir Heimi Má, en ef einhver getur komið skikki mannskapinn þá er það hann. Ekki er verra fyrir Flokk fólksins að njóta fulltingis manns sem þekki hvern krók og kima á fjölmiðlum, en að sama skapi erfitt fyrir fjölmiðla að eiga við hann. Ráða einnig lögfræðing Heimir Már er ekki eina breytingin sem Flokkur fólksins gerir á sínu liði. Í tilkynningu sem Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður sendi út nú rétt í þessu flokkurinn sendi frá sér er einnig tilkynnt um að Katrín Viktoría Leiva hafi verið ráðin sem lögfræðingur þingflokksins. Katrín lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Vistaskipti Sýn Alþingi Tengdar fréttir Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03