Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 14:30 Jordan Mailata er fyrsti Ástralinn sem fagnar sigri í Super Bowl. Hann fagnar hér með fána sinnar þjóðar eftir leikinn. vísir/getty Ein ótrúlegasta sagan í kringum Super Bowl er saga Ástralans Jordan Mailata, leikmanns meistara Eagles. Lykilmaður sem kunni ekki íþróttina fyrir nokkrum árum síðan. Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira