Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 14:29 JD Vance í pontu í París í dag. AP/Michel Euler Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið. Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið.
Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48
Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24