Óttast að átök verði að stóru stríði Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 17:09 Uppreisnarmenn M23 fylgja hermönnum gáfust upp eftir átök í og við Goma. AP/Moses Sawasawa Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs. Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira