Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 20:15 Manchester United goðsögnin Denis Law var jarðaður í dag. Getty/ Alan Harvey Manchester United goðsögninni Denis Law var fylgt til grafar í dag en hann lést í síðasta mánuði 84 ára gamall. 750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira