Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 20:15 Manchester United goðsögnin Denis Law var jarðaður í dag. Getty/ Alan Harvey Manchester United goðsögninni Denis Law var fylgt til grafar í dag en hann lést í síðasta mánuði 84 ára gamall. 750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
750 sóttu jarðarförina hans en líkbíll kom líka við á Old Trafford áður en hann fór í kirkjugarðinn. BBC segir frá. Þúsund manns veittu Law virðingu sína við leikhús draumanna þar sem hann fór á kostum á sjöunda áratugi síðustu aldar. Bíllinn keyrði meðal annast upp að hinni frægu styttu af þeim Law, Sir Bobby Charlton og George Best sem náðu allir að fá Gullknöttinn sem samherjar hjá United, Law árið 1964, Charlton árið 1966 og Best árið 1968. Stytta af þeim félögum, sem heitir United Trinity, hefur verið fyrir utan Old Trafford síðan 2008. Þá voru þrjú ár liðin frá fráfalli Best. Charlton lifði til 2023 og Law dó 17. janúar síðastliðinn. Meðal gesta í jarðarförinni voru Sir Alex Ferguson og Ruben Amorim, núverandi hæstráðandi liðsins. Sir Alex minntist Law með því að vitna í orð Pele. „Það er mjög erfitt að koma Denis fyrir í musteri þeirra allra bestu í fótboltasögunni en Pele gerði það auðveldara. Þegar hann var spurður um hvaða breska leikmann hann vildi frá í hið frábæra brasilíska landsliðið þá nefndi hann Denis Law. Það segir mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson. Það má sjá mótttökurnar sem Denis Law fékk við Old Trafford hér fyrir neðan. Saying goodbye to a legend 🕊️Denis Law’s funeral procession passed Old Trafford earlier today, allowing fans and club staff to observe a final farewell ❤️ pic.twitter.com/9VuDmAhuiE— Manchester United (@ManUtd) February 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira