Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:10 Exeter maðurinn Reece Cole svekkir sig eftir að hann klikkaði á víti í vítakeppninni. Getty/Dan Mullan Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest lenti í miklum vandræðum í kvöld með C-deildarlið Exeter City í lokaleik 32 liða úrslita ensku bikarkeppninnar. Forest unnu á endanum í vítakeppni þar sem liðið nýtti öll vítin sín en Exeter klikkuðu á tveimur spyrnum. Neco Williams skoraði úr spyrnunni sem færði Forest liðinu sigurinn. Nottingham Forest mætir Ipswich Town í sextán liða úrslitunum sem fara fram helgina 28. febrúar til 3. mars næstkomandi. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því varð að framlengja. Exeter var þá orðið tíu á móti ellefu en tókst að halda út framlenginguna án þess að fá á sig sigurmark. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni sem fór 4-2 fyrir Forest: Vítakeppnin: 1-0 Josh Magennis, Exeter 1-1 Chris Wood, Forest Varið - Reece Cole, Exeter 1-2, Morgan Gibbs-White, Forest Slá - Angus MacDonald, Exeter 1-3 Elliot Anderson, Forest 2-3 Tony Yogane, Exeter 2-4 Neco Williams, Forest Josh Magennis kom Exeter í 1-0 strax á 5. mínútu leiksins en Nottingham Forest svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Fyrra markið skoraði Ramon Sosa á 15. mínútu en Taiwo Awoniyi það síðara á 37. minútu. Ibrahim Sangaré lagði upp bæði mörkin. Exeter jafnaði hins vegar eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik þegar Willy Boly skoraði sjálfsmark. Ed Turns fékk rauða spjaldið á 87. mínútu og því voru Exeter menn manni færri í 33 mínútur plús uppbótatíma. Exeter byrjaði vítakeppnina og skoraði úr fyrstu spyrnu. Liðið klikkaði síðan á næstu tveimur spyrnum og á meðan skoruðu Forest menn úr öllum sínum spyrnum. Forest þurfti ekki að taka fimmtu spyrnu sína því sigurinn var í höfn eftir þá fjórðu. Þrjú lið unnu í vítakeppni í 32 liða úrslitum en það gerðu einnig Preston North End (4-2 á móti Wycombe Wanderers) og Cardiff City (4-2 á móti Stoke City). Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Forest unnu á endanum í vítakeppni þar sem liðið nýtti öll vítin sín en Exeter klikkuðu á tveimur spyrnum. Neco Williams skoraði úr spyrnunni sem færði Forest liðinu sigurinn. Nottingham Forest mætir Ipswich Town í sextán liða úrslitunum sem fara fram helgina 28. febrúar til 3. mars næstkomandi. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því varð að framlengja. Exeter var þá orðið tíu á móti ellefu en tókst að halda út framlenginguna án þess að fá á sig sigurmark. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni sem fór 4-2 fyrir Forest: Vítakeppnin: 1-0 Josh Magennis, Exeter 1-1 Chris Wood, Forest Varið - Reece Cole, Exeter 1-2, Morgan Gibbs-White, Forest Slá - Angus MacDonald, Exeter 1-3 Elliot Anderson, Forest 2-3 Tony Yogane, Exeter 2-4 Neco Williams, Forest Josh Magennis kom Exeter í 1-0 strax á 5. mínútu leiksins en Nottingham Forest svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Fyrra markið skoraði Ramon Sosa á 15. mínútu en Taiwo Awoniyi það síðara á 37. minútu. Ibrahim Sangaré lagði upp bæði mörkin. Exeter jafnaði hins vegar eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik þegar Willy Boly skoraði sjálfsmark. Ed Turns fékk rauða spjaldið á 87. mínútu og því voru Exeter menn manni færri í 33 mínútur plús uppbótatíma. Exeter byrjaði vítakeppnina og skoraði úr fyrstu spyrnu. Liðið klikkaði síðan á næstu tveimur spyrnum og á meðan skoruðu Forest menn úr öllum sínum spyrnum. Forest þurfti ekki að taka fimmtu spyrnu sína því sigurinn var í höfn eftir þá fjórðu. Þrjú lið unnu í vítakeppni í 32 liða úrslitum en það gerðu einnig Preston North End (4-2 á móti Wycombe Wanderers) og Cardiff City (4-2 á móti Stoke City).
Vítakeppnin: 1-0 Josh Magennis, Exeter 1-1 Chris Wood, Forest Varið - Reece Cole, Exeter 1-2, Morgan Gibbs-White, Forest Slá - Angus MacDonald, Exeter 1-3 Elliot Anderson, Forest 2-3 Tony Yogane, Exeter 2-4 Neco Williams, Forest
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira