Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 11:01 Dwight McNeil og Harvey Elliott takast á síðast þegar liðin mættust á vellinum, í apríl í fyrra. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa. „Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
„Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira