Sport

Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik

Sindri Sverrisson skrifar
Dansarinn var með fána Súdan og Palestínu og veifaði þeim meðal annars á meðan hann stóð ofan á bíl í sýningunni.
Dansarinn var með fána Súdan og Palestínu og veifaði þeim meðal annars á meðan hann stóð ofan á bíl í sýningunni. Twitter

Dansarinn sem smyglaði fána inn í hálfleikssýninguna á úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, fær aldrei aftur að mæta á leik í deildinni.

Dansarinn var einn af þeim fjölmörgu sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar en hann hafði falið fána innan klæða.

Um var að ræða fána Palestínu og Súdans og á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“.

Skilaboð dansarans virðast þó ekki hafa sést í beinni útsendingu frá viðburðinum en fjöldi myndbanda af honum er á samfélagsmiðlum.

Ljóst er að athæfið var ekki með vitneskju annarra en dansarans sjálfs sem náði að veifa fánanum í nokkra stund áður en öryggisgæsla náði tökum á honum og kom honum í burtu.

„Maðurinn verður settur í ævilangt bann frá öllum NFL-leikvöngum og viðburum,“ segir Brian McCarthy, talsmaður NFL-deildarinnar, við AP fréttaveituna.

Málið mun einnig verða tekið til rannsóknar hjá lögreglu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×