Matvöruverð tekur stökk upp á við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:42 Það kostar sitt að kaupa nammi. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Alvotech vígir Frumuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira